Hvað er albina.is?

Markmið albína.is er að gera skeifnalausan lífstíl aðgengilegri fyrir íslenskt hestafólk. Við viljum vekja athygli á heilsufarslegum kostum þess að leyfa hófum hestanna að náttúrulegasta útgáfan af sér og hjálpa þannig hestum að lifa heilbrigðara lífi, án þeirrar auknu hættu sem er á slysum og helti þegar hestar eru járnaðir. Skeifnalaus lífstíll er svo sannarlega breyting á lífstíl, bæði fyrir menn og hesta. Þetta þarf þó ekki að vera flókið og getur jafnvel sparað okkur miklar upphæðir til langs tíma!

Framtíðin er skeifnalaus

Síðastliðin ár hefur áhugi vísindamanna í hestafræðum verið vakin á áhrifum járninga, formi hófsins, eðlifræði hans og mikilvægi náttúrulegra eiginleika hans í hreyfiferil hestsins. Rannsóknir sýna að hófar tapa eðlisfræðilegum eiginleikum með járningu og veldur það takmörkun á dempun og blóðflæði um hóf. Þá sýna rannsóknir að ummál hófa sem eru járnaðir minnkar þeir fletjast út. 

Með tilkomu hestaskóbúnaðar siglum við inn í nýja tíma í hestamennsku, þar sem náttúrulegir eiginleikar hófsins eru settir í forgang. Lífstíllinn kallar á heildræna nálgun í hestahaldi en er fjárhagslega hagkvæmur og afar fjölbreyttur!