Máltaka

Skref fyrir skref

Breidd hófs mæld

Breidd hófsins er mæld milli tveggja fjarlægustu punkta hófsins. Mikilvægt er að skrá niður breiddina í millimeturm til að tryggja rétta skóstærð

Lengd hófs mæld

Lengd hófsins er mæld frá tábroddi niður að hælum. Mikilvægt er að mæla að aftasta hluta hófsins, þ.e. miða við kjúku ef hælar ganga mikið inn undir hófinn. Málin skulu tekin í millimetrum til að tryggja rétta skóstærð.

Skór keyptir

Þegar búið er að taka hófmálin er hægt að finna rétta skóstærð með því að skoða stærðartöfluna hér fyrir neðan. Einnig er hægt að senda myndir á albina@albina.is og við hjálpum þér að velja skóstærð.

Aðstoð við að finna rétta skóstærð

Ef þú vilt aðstoð við að finna rétta skóstærð getur þú:
- Sendu tölvupóst á albina@albina.is og sendu okkur eftirvarandi mynd:
- Mynd af hófunum þar sem hesturinn stendur jafnfætis
- Tvær mynd þar sem horft er ofan í hófinn, með málbandi eða tommustokk sem sýnir annars vegar breiddarmál og hins vegar lengdarmál
Við svörum eins fljótt og við getum með rétta skóstærð fyrir þig!
Við bjóðum einnig upp á máltökur á staðnum á höfuðborgarsvæðinu, og á Vesturlandi sumarið 2025.