37.990 kr.
Frábærir reiðskór fyrir miklar útreiðar!
Skósólinn er sá sem hefur komið best út úr prófunum Equine Fusion þar sem höggdempun var sérstaklega skoðuð. Hófbotninn hvílir i heild sinni í skósólanum sem tryggir eðlilega dreifingu þyngdar á hófinn og gefur hestinum góða tilfinningu fyrir undirlaginu. þá er hælsvæðið sérstaklega teygjanlegt á skónum til ad hámarka hreyfanleika og þenslu hælsvæðis. Þannig tryggjum við hámarksmöguleika á blóðflæði um hófinn sem styður við eðlilega ferla hófsins til höggdempunar.
Skórnir eru auðveldir í notkun med auka festingu sem tryggir enn betur að skórnir snúist ekki á fæti hestsins. Efri hluti skónna er mjúkur og myndar ekki nuddsár. Tá er rúnuð.
Mikilvægt er að mæla hóf hestsins áður en skóstærð er valin. Ef þig vantar aðstoð við að finna rétta stærð fyrir þinn hest getur þú fengið aðstoð hér.


